Liðsmenn úr sprengjusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til Seyðisfjarðar í dag, til að eyða dínamíti sem þar fannst. Að sögn lögreglu var talið að um eina stóra dínamítstöng væri að ræða, sem hefði verið hlutuð í þrennt.
Giftusamlega tókst til að fjarlægja sprengiefnið, flytja það út fyrir bæinn og eyða því. Var það þar hulið með sérstökum efnum og svo brennt.
Sem kunnugt er getur dínamít orðið gríðarlega sprengifimt og hættulegt þegar það er geymt lengi.