Icesave tekið út úr nefnd

Stuttur fundur var í fjárlaganefnd í hádeginu þar sem Icesave-frumvarpið …
Stuttur fundur var í fjárlaganefnd í hádeginu þar sem Icesave-frumvarpið var tekið út úr nefndinni. Heiðar Kristjánsson

Búið er að taka frum­varpið um Ices­a­ve út úr fjár­laga­nefnd. Þessi ákvörðun var tek­in í and­stöðu við stjórn­ar­and­stöðuna sem vildi fara bet­ur yfir um­sagn­ir sem hafa verið að ber­ast nefnd­inni síðustu daga.

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar seg­ir hins veg­ar að staðið hafi verið í einu og öllu við það sam­komu­lag sem gert var á milli formanna stjórn­ar­and­stöðunn­ar og for­seta Alþing­is um meðferð þessa máls­ins.

„Það er eng­inn brag­ur á þess­ari málsmeðferð," sagði Kristján Þór Júlí­us­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, um ákvörðun meiri­hlut­ans að taka málið úr nefnd. Hann sagði að það hefðu verið að koma fram ný gögn um málið síðustu daga sem ekki hefði gef­ist tími til að fara yfir. Nýtt mat frá Seðlabanka hefði t.d. verið lagt fram á fundi nefnd­ar­inn­ar í há­deg­inu. Nefnd­in hefði óskað eft­ir að IFS legði fram mat á frum­varp­inu, en verkpl­an fyr­ir­tæk­is­ins hefði verið að skila álitnu á morg­un, Þor­láks­messu.

Stjórn­ar­meiri­hlut­inn stefn­ir að því að láta greiða at­kvæði um Ices­a­ve-frum­varpið milli jóla og ný­árs.

Fund­um þings­ins er nú lokið fyr­ir jól en gert er ráð fyr­ir að Ices­a­ve-frum­varpið verði tekið til umræðu mánu­dag­inn 27. des­em­ber. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert