Kristinn H: Ekki krónu til Björgólfs Thors

Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson mbl.is

Krist­inn H. Gunn­ars­son, fyrr­um þingmaður rit­ar pist­il á vef sinn þar sem hann seg­ir að ekki eigi að koma til greina að veita Ver­ne Hold­ing eina krónu í stuðning á meðan Björgólf­ur Thor Björgólfs­son komi að fé­lag­inu.

„Rík­is­stjórn­in vill veita Björgólfi Thor Björgólfs­syni sér­staka rík­isaðstoð að fjár­hæð um 250 millj­ón­ir króna. Fyr­ir­tæki sem ætl­ar að reisa gagna­ver á Suður­nesj­um fær 670 millj­óna króna eft­ir­gjöf af skött­um og gjöld­um. Novator, fyr­ir­tæki Björgólfs, á þar 40%.

Mér er fyr­ir­munað að sjá hvað maður­inn hef­ur unnið þjóðfé­lag­inu til gagns sem rétt­læt­ir sér­stakt fram­lag úr rík­is­sjóði til hans í viður­kenn­ing­ar­skyni. Ábyrgðarleysi, óráðvendni, ófyr­ir­leitni og jafn­vel svik­semi und­an­far­inna ára koma fram í þung­um klyfj­um sem verða lagðar á herðar al­menn­ings á næstu árum.

Óum­deil­an­lega á Björgólf­ur Thor stór­an þátt í þess­ari ógæfu. Hann á vissu­lega þann rétt að dóm­stól­ar og aðrir til þess fengn­ir aðilar meti ábyrgð hans og sekt. En rík­is­sjóður hef­ur eng­ar skyld­ur við Björgólf, sér­stak­lega ekki að veita hon­um verðlaun fyr­ir að ávaxta fé sitt hér á landi. Nóg hef­ur hann fengið.

Það kem­ur ekki til mála að veita einni krónu í um­rætt verk­efni með hann inn­an­borðs," skrif­ar Krist­inn á vef sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert