Nýr sjóður samningsbrot

Samningurinn um Icesave leyfir ekki að íslenska ríkið stofni nýjan innstæðutryggingasjóð á gildistíma hans, að því er segir í áliti lögmannsstofunnar Mishcon de Reya.

Hinn 30. nóvember sl. lagði efnahags- og viðskiptaráðherra fram frumvarp um stofnun nýrrar innstæðudeildar í Tryggingarsjóði innistæðueigenda og fjárfesta.

Ekki náðist í Gylfa Magnússon vegna málsins, en talsmenn stjórnarandstöðunnar segja ljóst að ríkisstjórnin verði að draga frumvarpið til baka ætli hún að standa við Icesave-samninginn.

Seint í gærkvöldi voru kynnt í fjárlaganefnd drög IFS-ráðgjar að áhættumati vegna Icesave-skuldbindinganna. Í drögunum mun m.a. vera dregið í efa að það sé þjóðinni í hag að vextir á skuldbindingunum sé fastir. Endanlegt mat IFS á að liggja fyrir á Þorláksmessu, en til stendur að afgreiða Icesave-málið úr fjárlaganefnd í dag.

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist túlka drög IFS á þann hátt að nauðsyn sé á gríðarlegri aukningu landsframleiðslu og útflutnings til að standa undir Icesave-skuldbindingum.

Í áliti Mishcon de Reya segir að málatilbúnaður í máli Kaupþings á hendur breska ríkinu hafi ekki verið vandaður. Segist lögmannsstofan geta veitt ráðgjöf um hvað sé góður málatilbúnaður og að slíkt mál yrði „töluvert áhyggjuefni og vandræðalegt fyrir bresk stjórnvöld“.  Sjá ítarlega umfjöllun um þessi mál og viðbrögð forystumanna í stjórnmálum við þeim í Morgunblaðinu í dag. 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert