Lögreglan á Blönduósi stöðvaði einn ökumann seint í gærkvöldi, sem er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Nokkur grömm af kannabisefnum fundust á ökumanninum og var hann færður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið úr honum. Komi í ljós að hann hafi ekið undir áhrifum vímuefna verður hann sviptur ökuleyfinu.