Svik við samkomulag flokkanna

Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/Heiðar

Sjálf­stæðis­menn, líkt og Fram­sókn­ar­menn, líta svo á að sam­komu­lag það sem tókst á milli rík­is­stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu um störf þings­ins fram að jól­um, hafi verið svikið í dag. Ices­a­ve-frum­varpið var af­greitt úr fjár­laga­nefnd án þess að viðeig­andi gögn, meðal ann­ars skýrsla frá IFS-grein­ingu, hefðu borist.

Sjálf­stæðis­menn í fjár­laga­nefnd mót­mæla harðlega þessu verklagi, þar sem mjög mik­il­væg gögn hafi verið að ber­ast nefnd­inni fram á síðustu stundu og eng­in efn­is­leg meðferð hafi farið fram.

„Hér á Alþingi hafa farið fram stöðugar umræður og at­kvæðagreiðslur um grund­vall­ar­breyt­ing­ar á skatt­kerfi lands­manna auk fjár­laga­frum­varps næsta árs, fyr­ir utan önn­ur viðfangs­efni. Ofan í þetta er full­trú­um í fjár­laga­nefnd ætlað að taka af­stöðu til þessa gríðarlega mikla hags­muna­máls sem Ices­a­ve málið er. 

Það er úti­lokað fyr­ir alþing­is­menn í þess­um önn­um að kynna sér til hlít­ar þessi gögn sem lögð hafa verið fram og því síður tæki­færi til umræðu um efn­is­lega meðferð og af­greiðslu. Eng­in efn­is­leg rök hafa verið færð fram um það að nauðsyn­legt sé að ljúka mál­inu nú.  Að mati sjálf­stæðismanna í fjár­laga­nefnd er ábyrgðarlaust að halda svona á hags­mun­um Íslend­inga í nútíð og framtíð og vísa þeir ábyrgð á þess­ari málsmeðferð á hend­ur rík­is­stjórn og meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar," seg­ir í bók­un sjálf­stæðismanna frá því á fundi fjár­laga­nefnd­ar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert