Vasapeningar ellilífeyrisþega skertir

Verið er að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið á Alþingi.
Verið er að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið á Alþingi. mbl.is/Heiðar

Alþingi samþykkti í dag að lækka vasa­pen­inga elli­líf­eyr­isþega um 35 millj­ón­ir króna á næsta ári frá því sem upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir í fjár­laga­frum­varp­inu fyr­ir næsta ár.

Stjórnr­andstaðan gagn­rýndi þessa til­lögu harðlega þegar verið var að greiða at­kvæði um fjár­laga­frum­varpið. Hösk­uld­ur Þór Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, sagði að um væri að ræða jafn­v­irði 7 klukku­stunda af Ices­a­ve-skuld­bind­ing­um.

Kristján Þór Júlí­us­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði að þessi fjár­hæð hefði í fjár­laga­frum­varp­inu verið lækkuð úr 500 millj­ón­um, miðað við fjár­lög yf­ir­stand­andi árs, í 352 millj­ón­ir. Nú væri verið að leggja til 35 millj­óna króna lækk­un til viðbót­ar. Hvatti hann þing­menn til að fella til­lög­una.

Árni Páll Árna­son, fé­lags­málaráðherra, sagði að mál­flutn­ing­ur stjórn­ar­and­stöðunn­ar væri með ólík­ind­um. Þessi til­laga fæli ekki í sér lækk­un á vasa­pen­ing­um held­ur væri verið að færa upp­hæðina að áætl­un um út­gjöld vegna vasa­pen­inga. Á móti hefði meiri­hluti þings­ins fyrr í dag samþykkt  200 millj­óna króna hækk­un á um­mönn­un­ar­greiðslum.

Til­laga rík­is­stjórn­ar­inn­ar var loks samþykkt með 33 at­kvæðum gegn 27.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert