Viss blekking í úrræðum bankanna

mbl.is

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna segja að all­ar lausn­ir banka og stjórn­valda á skulda­vanda heim­il­anna eigi það sam­eig­in­legt að greiðslu­byrði lána lækki til að byrja með. Hafa sam­tök­in gert sam­an­tekt á áhrif­um þess­ara úrræða og er hægt að nálg­ast þá sam­an­tekt í heild sinni hér að neðan.

„Sum­ar tryggja litla lækk­un (Lands­bank­inn), en aðrar um­tals­verðar (greiðslu­jöfn­un). Gall­inn á þeim flest­um (öll­um nema hjá Ari­on banka) er að heild­ar­greiðslu­byrðin verður meiri ef lán­tak­ar þiggja leiðrétt­ing­una, en ef fólk reyn­ir að þrauka," seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

Segja þau niður­stöðuna furðulega, þar sem AGS hafi upp­lýst í skýrslu þann 3. nóv­em­ber að tölu­vert svig­rúm sé til staðar hjá öll­um bönk­un­um til að lækka veru­lega greiðslu- og skulda­byrði heim­il­anna. Allt að 44% hjá stóru bönk­un­um þrem­ur. ,,Raun­ar gekk Mark Flanag­an, sendi­full­trúi AGS, svo langt að segja á fundi með stjórn­ar­mönn­um HH, að sjóður­inn vildi sjá allt svig­rúmið nýtt og ná­kvæm­lega það. Hvorki krónu minna né meira," seg­ir í til­kynn­ing­unni.

20-50% lækk­un höfuðstóls lána mögu­leg­ur hjá bönk­un­um

Lausn­ir bank­anna fela að mati Hags­muna­sam­taka heim­il­anna í sér vissa blekk­ingu. Boðið sé upp á mikla, tíma­bundna lækk­un mánaðarlegra greiðslna. Byggi þetta að mestu á því að lækka veru­lega af­borg­un af höfuðstóli láns en sækja í staðinn meiri vexti til lán­taka.

„Vissu­lega mun þessi tíma­bundna lækk­un vara (miðað við vexti í dag) í 8 til 13 ár eft­ir bönk­um (að und­an­tekn­um Lands­bank­an­um sem var­ir í 31 mánuð), en eft­ir það byrja bank­arn­ir að vinna upp hvern þann af­slátt sem lán­tak­ar fá fyrstu árin."

Ef haft er í huga, að bönk­un­um er ætlað að skila til lán­taka þeim af­slætti, sem þeir fá frá kröfu­höf­um sín­um eða kröfu­höf­um eldri birt­ing­ar­mynda sinna, þá eru lausn­ir þeirra langt frá því að vera full­nægj­andi né í takt við það sem þeim er í raun uppálagt. Hags­muna­sam­tök heim­il­anna hafa reiknað út að þarna muni tug­um pró­senta varðandi geng­is­tryggð lán og minnst 10% þegar verðtryggð lán eiga í hlut.

Án þess að farið verði nán­ar út í það hér, þá er það mat Hags­muna­sam­taka heim­il­anna að ef stóru bank­arn­ir þrír eiga að skila öll­um af­slætt­in­um, sem þeir fengu frá gömlu bönk­un­um, þá geti þeir veitt 50% af­slátt af höfuðstóli geng­is­tryggðra lána og 20% af­slátt af höfuðstóli verðtryggðra lána," seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Það er skoðun sam­tak­anna, að svig­rúm bank­anna til að koma til móts við viðskipta­vini sína sé mjög illa nýtt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert