22,8 stiga frost við Mývatn

Það verður oft býsna kalt við Mývatn.
Það verður oft býsna kalt við Mývatn. mbl.is/RAX

22,8 stiga frost mældist í morgun á sjálfvirkum mæli Veðurstofunnar við Mývatn. „Við erum öllu vön hér," sagði ónafngreindur starfsmaður á skrifstofu Skútustaðahrepps og bætti við að það hefði „aðeins" verið 14 stiga frost á heimamælinum í morgun.

„Bíllinn fór í gang og allt gekk vel," sagði starfsmaðurinn og bætti við, að mun kaldara væri jafnan á Neslandatanga þar sem sjálfvirki mælirinn er en inni í byggðinni.

Logn er nú við Mývatn eins og jafnan þegar svona mikið frost er og afar fallegt um að litast að sögn heimamanna.

Þess má geta, að í mars 1998 mælist 34,7 stiga frost á Neslandatanga við Mývatn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert