26 sóttu um starf skrifstofustjóra

Alls sóttu 26, tólf konur og fjórtán karlar, um starf skrifstofustjóra skrifstofu vísinda og háskóla í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Umsóknarfrestur rann út þann 18. desember sl.

Umsækjendur eru:

Anna Guðmunda Andrésdóttir, meistaranemi og þýðandi.
Ari Matthíasson, MBA
Bergljót Tulinius Gunnlaugsdóttir, forstöðumaður við bókasafn Flensborgarskóla
Einar Hreinsson, sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla
Einar Matthíasson, framkvæmdastjóri
Eiríkur Smári Sigurðsson, sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla
Elísabet S. Arndal, sérfræðingur í mannauðsmálum
Erla Björk Þorgeirsdóttir, ráðgjafi
Erlingur Hauksson, sjávarlíffræðingur
Fríða Björk Pálsdóttir, MA í viðskiptafræði
Guðrún Guðmundsdóttir, arkitekt FAÍ
Guðrún Matthildur Benediktsdóttir, líffræðingur
Hannes Björnsson, doktorsnemi og stundakennari við sálfræðideild Háskóla Íslands
Harpa Guðfinnsdóttir, nemi
Hellen Magnea Gunnarsdóttir, settur skrifstofustjóri skrifstofu vísinda og háskóla
Hinrik Fjeldsted, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg
Inga Jessen, viðskiptafræðingur
Jóhann Sveinn Sigurleifsson, sölufulltrúi
Kristján Bjarni Halldórsson, kennari í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
Nína Björg Sæmundsdóttir, nemi
Ólafur Melsted, framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarness
Óskar Einarsson, rekstrarstjóri Hugvísindasviðs Háskóla Íslands
Óskar Sigurðsson, M.Cs í alþjóðlegum viðskiptum
Pétur Henrý Petersen, dósent við Háskóla Íslands
Sigurður Hróarsson, starfar við ljóða- og leikritaþýðingar
Sigurrós Þorgrímsdóttir, bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður í Kópavogi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert