Jólastemning í miðbænum í kvöld

Mannfjöldinn fylgist með tenórunum þremur syngja í jólaþorpinu.
Mannfjöldinn fylgist með tenórunum þremur syngja í jólaþorpinu. Mbl.is/Golli

Jóla­versl­un­in náði há­marki í kvöld og lögðu marg­ir leið sína í miðbæ Reykja­vík­ur, eins og svo oft á Þor­láks­messu­kvöldi. Margskon­ar viðburðir og tón­list­ar­atriði voru í boði fyr­ir gesti og gang­andi við Lauga­veg­inn og tóku ten­ór­arn­ir þrír, þeir Garðar Cortes, Jó­hann Friðgeir Valdi­mars­son og Snorri Wium lagið í jólaþorp­inu.

Að sögn varðstjóra hjá lög­regl­unni í Reykja­vík hef­ur allt farið vel fram í kvöld og jóla­and­inn verið ríkj­andi. Lög­regla áætl­ar að um níu­leytið í kvöld hafi á bil­inu fimm til sex þúsund manns verið í miðbæn­um. Telja þeir sem rætt hef­ur verið við að þótt um­ferð hafi verið tals­verð í bæn­um hafi hún verið tals­vert minni en und­an­far­in ár, á Þor­láks­messu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert