Nauðsynlegt að samþykkja Icesave

Lokaumræða um Icesave-frumvarpið hefst á mánudag.
Lokaumræða um Icesave-frumvarpið hefst á mánudag. mbl.is/Heiðar

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar seg­ist telja nauðsyn­legt að ljúka Ices­a­ve-mál­inu með því að samþykkja óbreytt fyr­ir­liggj­andi frum­varp um rík­is­ábyrgð vegna lána­samn­ing­anna við Breta og Hol­lend­inga.

Þetta kem­ur fram í áliti meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar, sem dreift var á Alþingi í dag en fjár­laga­nefnd af­greiddi frum­varpið frá sér til þriðju umræðu í gær. Gert er ráð fyr­ir að þriðja umræða hefj­ist á Alþingi á mánu­dag.

„Ráða má af álits­gerðum bresku lög­manns­stof­anna Ashurst og Mis­hcon de Reya að verði frum­varp­inu hafnað geti það leitt til ráðstaf­ana af hálfu breskra og hol­lenskra yf­ir­valda sem óvíst er hvernig ljúki. Frek­ari gögn hafa verið lögð fram á fyrri stig­um þessa máls sem hníga í þessa sömu átt. Hinar efna­hags­legu og póli­tísku af­leiðing­ar sem það hefði í för með sér myndi hægja mjög á end­ur­reisn ís­lensks efna­hags­lífs með enn meiri og al­var­legri af­leiðing­um en þegar hafa orðið vegna efna­hags­hruns­ins," seg­ir í áliti nefnd­ar­meiri­hlut­ans.

Fram kem­ur einnig, að Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs, skrif­ar und­ir nefndarálitið með fyr­ir­vara. Hann lýsti því yfir við 2. umræðu um málið á Alþingi, að hann ætlaði að taka af­stöðu til frum­varps­ins eft­ir lokaum­fjöll­un í fjár­laga­nefnd.

Álit meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar  
  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert