Sigurður Líndal lagaprófessor segist ekki hafa kynnt sér álit Mishcon de Reya en miðað við þær fréttir sem hann hafi fengið af því sýnist honum að álitið staðfesti það sem hann og aðrir hafi sagt.
Icesave-samningarnir séu óskýrir og í þá vanti ýmis öryggisákvæði. Þá hafi hann bent á að hugsanlega myndu Icesave-samningarnir ekki standast stjórnarskrá.
Alþingi ætti að þæfa málið eitthvað áfram og tala betur við Breta og Hollendinga. Þá leið ætti að skoða vandlega.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.