Skötuilmur á Baldursgötunni

Úlfar Eysteinsson á Þremur frökkum undirbýr skötuveislu dagsins
Úlfar Eysteinsson á Þremur frökkum undirbýr skötuveislu dagsins mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjöl­marg­ir Íslend­ing­ar borða skötu í dag og velja ýms­ir að borða hana á veit­inga­húsi meðal ann­ars vegna lykt­ar­inn­ar.  Úlfar Ey­steins­son veit­ingamaður á Þrem­ur frökk­um býður upp á skötu á stað sín­um í dag en von er á hátt í 600 manns á staðinn í dag.

Að sögn Úlfars mættu 560 manns í skötu á Þrjá frakka á Þor­láks­messu í fyrra og er von á svipuðum fjölda í dag. Staður­inn er op­inn frá klukk­an 11-23 þannig að Úlfar á von á því að standa við skötupott­inn langt fram eft­ir kvöldi.

Hann seg­ir að marg­ir gest­anna komi ár eft­ir ár, þeir ein­fald­lega leggi inn pönt­un fyr­ir næsta ár áður en þeir yf­ir­gefa staðinn á Þor­láks­messu. Al­gengt er að sam­starfs­fólk taki sig sam­an um að fá sér skötu á Þor­láks­messu en eins eru vina­hóp­ar og fjöl­skyld­ur meðal gesta. 

Ekki eru all­ir jafn hrifn­ir af sköt­unni og býður Úlfar gest­um sín­um upp á plokk­fisk, gell­ur og jafn­vel skötu í hvít­lauk ef þeir treysta sér ekki í skötu með hefðbundnu sniði.

Geir Vil­hjálms­son fisksali í Haf­bergi sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið fyr­ir nokkr­um dög­um að þeir verki alla sína skötu sjálf­ir og hafi gert í fimmtán ár. Hann sagði að þeir byrjuðu að safna skötu í janú­ar og frysta. Sköt­unni er safnað allt þar til kom­inn er tími til að hefja verk­un­ina. Í Haf­bergi eru verkuð 3,5-4 tonn nú líkt og í fyrra.

Fyrst er skat­an lát­in kæs­ast þar til hún þykir orðin hæfi­lega sterk og þá er hún létt­söltuð. Skat­an er svo út­vötnuð og seld til­bú­in í pott­inn. Einnig er boðið upp á eit­ur­sterka kæsta tinda­bikkju.

Þor­láks­messa er dán­ar­dag­ur Þor­láks Þór­halls­son­ar Skál­holts­bisk­ups sem var út­nefnd­ur heil­ag­ur maður fimm árum eft­ir dauða sinn. Hinn 20. júlí árið 1237 voru bein hans tek­in úr jörðu og lögð í skrín og sá dag­ur var til­nefnd­ur sem Þor­láks­messa á sum­ar. Eft­ir siðaskipti og af­nám dýr­linga­trú­ar hvarf sum­ar­mess­an úr tölu op­in­berra helgi­daga en vetr­ar­mess­an hélt nokkru af sín­um ver­ald­lega sessi.

Gestir byrjuðu að streyma inn á Þrjá frakka um ellefu …
Gest­ir byrjuðu að streyma inn á Þrjá frakka um ell­efu leytið í morg­un mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert