Spá óveðri um landið norðvestanvert

Mjög hvasst verður um landið norðvestanvert. Myndin er úr safni.
Mjög hvasst verður um landið norðvestanvert. Myndin er úr safni. mbl.is/RAX

Bú­ast má við mjög slæmu ferðaveðri um norðvest­an­vert landið á morg­un, að því er fram kem­ur á vef Veður­stofu Íslands. Þá er búið að gefa út viðvör­un en bú­ist er við stormi á Vest­fjörðum á morg­un.

Veður­stof­an spá­ir norðan 8-15 metr­um á sek­úndu og élj­um á land­inu norðan­verðu. Skýjað verður með köfl­um syðra og dá­lít­il él sums staðar sunn­an- og suðvest­an­lands fram und­ir kvöld. Geng­ur í norðaust­an 18-23 metra á sek­úndu á Vest­fjörðum á morg­un, en hæg­ari ann­ars staðar, einkum aust­an­til. Snjó­koma eða él fyr­ir norðan, en bjart syðra.

Frost víða 4 til 14 stig, kald­ast til lands­ins, en dreg­ur úr frosti á morg­un.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni eru veg­ir auðir á Suður- og Suðaust­ur­landi.

Á Vest­ur­landi eru hálku­blett­ir á Holta­vörðuheiði, Gils­firði og í Svína­dal.

Á Vest­fjörðum er snjóþekja í Ísa­fjarðar­djúpi, hálku­blett­ir og élja­gang­ur er á Þrösk­uld­um og Stein­gríms­fjarðar­heiði. Hálku­blett­ir eru á Kletts­hálsi, Kleif­a­heiði, Mikla­dal og á Hálf­dán. Einnig eru hálku­blett­ir á Gem­lu­falls­heiði og í Önund­arf­irði, snjóþekja og skafrenn­ing­ur er í Súg­andafirði. Þæf­ings­færð og skafrenn­ing­ur er á Hrafns­eyr­ar­heiði og stend­ur mokst­ur þar yfir og verður það síðasta mokst­urs­ferð fyr­ir jól. Ófært er í Árnes­hrepp.

Á Norður­landi er hálka í Vatns­skarði, Vík­ur­skarð og á Mý­vatns­heiði. Hálku­blett­ir á Þver­ár­fjalli og á Öxna­dals­heiði en snjóþekja á Siglu­fjarðar­vegi, á milli Ak­ur­eyr­ar og Ólafs­fjarðar og frá Húsa­vík að Laug­um. Ein­hver élja­gang­ur eða snjó­koma er á þessu svæði.

Á Norðaust­ur­landi er snjóþekja, hálku­blett­ir og élja­gang­ur.

Á Aust­ur­landi eru víða hálku­blett­ir og snjóþekja. Snjóþekja og élja­gang­ur er á Fjarðar­heiði. Hálku­blett­ir eru í Oddsk­arði og Fagra­dal en þar er einnig snjó­koma. Ein­hver hálka er með strönd­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert