Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir óbreytt lánshæfismat Fitch á íslenska ríkinu ekki vera miklar fréttir. Hins vegar sé undarlegt að Fitch velji að senda frá sér lánshæfismat í dag. „Mér finnst skrýtið að þeir séu að breyta einhverju núna frekar en að bíða þangað til úrslit Icesave liggja fyrir."
Í haust sagði Paul Rawkins, framkvæmdastjóri hjá Fitch í Lundúnum, að lausn Icesave málsins væri skilyrði þess að endurmat á lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins færi fram.
Aðspurður hvaða þýðingu það hafi að vera tekið af gátlista, eins og fram kemur í tilkynningu Fitch frá því í dag að hafi gerst með Ísland, segir Gylfi: „Þetta er nú ekki eitthvað sem skiptir höfuð máli."