Velta á húsnæðismarkaði er í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Það sem af er ári er hún aðeins ríflega fimmtungur veltunnar árið 2007. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga það ár var 9.929 en þegar rúm vika er eftir af árinu hefur aðeins 1.951 samningi verið þinglýst.
Samkvæmt 38. riti Peningamála Seðlabankans er íbúðafjárfesting og íbúðaverð nú í langvarandi lægð. Kemur það til af því að íbúðafjárfesting jókst um 75% hér á landi á árunum 2002-07 og þegar skóinn tók að kreppa við bankahrunið skapaðist mikið offramboð húsnæðis og verð eignanna lækkaði.
Í ritinu er því slegið föstu að þetta og lítið framboð lausafjár til kaupanna muni halda aftur af fjárfestingum í íbúðarhúsnæði „um þó nokkurt skeið“. Er því spáð að íbúðaverð muni standa í stað en íbúðafjárfestingar taka lítið eitt við sér árin 2011 og 2012.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.