Jólabörn á fæðingardeild

Nýfæddir Íslendingar á vöggustofu kvennadeildar Landspítalans
Nýfæddir Íslendingar á vöggustofu kvennadeildar Landspítalans Kristinn Ingvarsson

Nokkur jólabörn eru þegar komin í heiminn á Landspítalanum og líklegt að fleiri líti dagsins ljós í dag. Á fæðingargangi komu tvö börn í heiminn í nótt og von er á einu til viðbótar innan skamms.

Engin börn fæddust í Hreiðrinu í nótt en þar komu þrjú Þorláksmessbörn í heiminn og það síðasta í gærkvöldi þegar aðrir landsmenn voru að leggja lokahönd á jólaundirbúninginn. Að sögn ljósmóður í Hreiðrinu hefur engin kona boðað sig þangað í dag en hinsvegar er engin leið að vita hvort einhverjum liggi á að koma í heiminn fyrir jólanótt. 

Fæðingamet hefur þegar verið slegið á Landspítalanum í ár, 2008 var áður metárið með 3.479 fæðingar en búast má við að þær verði orðnar yfir 2.500 talsins þegar gamla árið kveður og hið nýja tekur við eftir viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert