Kvöldskólagjöld þrefaldast

Dýrara verður að stunda nám í kvöldskóla, samkvæmt nýjum lögum.
Dýrara verður að stunda nám í kvöldskóla, samkvæmt nýjum lögum. mbl.is/Árni Torfason

Skólagjöld nemenda í kvöldskóla munu þrefaldast á næsta ári miðað við breytingu á lögum um framhaldsskóla, sem Alþingi samþykkti rétt fyrir jól að því er virðist án nokkurrar umræðu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í hádeginu.

Samkvæmt nýsamþykktum lögum kostar rúmlega 260 þúsund krónur að sækja 35 eininga nám í kvöldskóla, en lögum um framhaldsskóla hefur verið breytt á þann veg að sett hefur verið inn ákvæði til bráðabirgða þar sem framhaldsskólum er heimilað að taka gjald sem nemur 7.500 krónum á hverja einingu, sagði í fréttinni. Í gildandi lögum var þessi fjárhæð 2.500 kr á einingu. Því er um þreföldun á gjöldunum að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert