Aðfaranótt aðfangadags var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í þetta sinni. Þrátt fyrir að mikill mannfjöldi hafi verið í miðborginni í gærkvöldi hægðist fljótt um eftir að verslanir lokuðu og fólk tók að tínast heim.
Hvort sem það er kuldanum eða jólafrið að þakka voru útköll lögreglu fá í nótt og gafst því ágætur tími til umferðareftirlits, en aðeins einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur og er það að sögn lögreglu til marks um að umferðin hafi almennt verið til fyrirmyndar.