Það besta fái að ráða

Dómkirkjan í Reykjavík.
Dómkirkjan í Reykjavík. mbl.is/Brynjar Gauti

„Hversu miklu betri yrði nú ekki heim­ur okk­ar, sá litli fjöl­skyldu- og vina­heim­ur og sá stóri all­ur, ef það besta sem býr í hverju ein­stöku fengi að ráða. Svo margt gott hef­ur Guð fólgið í sálu og gerð hvers ein­asta manns. Fái það að þrosk­ast og glæðast dag frá degi verður maður betri og mann­legt líf allt," sagði Hjálm­ar Jóns­son dóm­kirkjuprest­ur m.a. í pre­dik­un sinni í aft­an­söng Dóm­kirkj­unn­ar í kvöld.

Hjálm­ar sagði að Krist­ur hefði komið til að vinna þetta verk. „Hann fædd­ist til að upp­ræta hið illa svo að lífið fengi að blómstra eins og Guð stofnaði til með sköp­un heims­ins. Hann vill fá að taka hið illa og af­leiðing­ar þess burtu úr okk­ar lífi. Þetta er fagnaðar­er­indi jól­anna. Krist­ur er kom­inn til að frelsa frá því öllu sem and­stætt er gleðinni, friðnum, ham­ingj­unni. Lausn­ar­inn vill gefa okk­ur jól­in til fram­búðar. Það er jóla­gjöf­in hans," sagði Hjálm­ar.

Friður í stað asa og umstangs

Hann sagði enn­frem­ur að Krist­ur hefði ekki komið til að þiggja gull, reyk­elsi eða myrru. Hann hefði ekki áhuga á jarðnesk­um eig­um og efn­um sjálf­um sér til handa.

„Hann fædd­ist í heim­inn til þess að taka við því sem sundr­ar og spill­ir og sær­ir í ver­öld okk­ar, rýma því burtu sem rek­ur fleyga milli fólks í mann­legri til­veru. Hann kom til að þiggja þess­ar furðulegu gjaf­ir, gall­ana, brest­ina, sekt­ina, það sem hef­ur gert okk­ur erfitt fyr­ir," sagði Hjálm­ar m.a. í pre­dik­un sinni. Loka­orð hans voru:

„Héðan frá Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík ber­ast ykk­ur, kæru lands­menn, góðar ósk­ir. Ég ætla að nota orð hins breska og breyska John Ru­skins til að tjá þær ósk­ir ykk­ur öll­um: „Ég óska ykk­ur dá­lít­ils af ferskri gleði yfir feg­urð og svo­litlu meiri gleymsku á von­brigði og dá­litlu meira stolts yfir hrósi og ör­litlu meiri friðar fyr­ir asa og umstangi – og svo­litlu þétt­ari skjól­veggj­ar gegn áhyggj­um.” Það gefi Guð, í Jesú nafni. Gleðileg jól. Amen."

  Sr. Anna Sig­ríður Páls­dótt­ir þjónaði til alt­ar­is við aft­an­söng­inn. Miðnæt­urguðþjón­usta er í Dóm­kirkj­unni  kl. 23.30 í kvöld þar sem herra Karl Sig­ur­björns­son bisk­up pre­dik­ar.

sr. Hjálmar Jónsson
sr. Hjálm­ar Jóns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert