Samkvæmt upplýsingum frá helstu ferðaskrifstofum landsins verða um 1.000 Íslendingar á þeirra vegum á Kanaríeyjunum Kanarí og Tenerife yfir jól og áramót.
Þetta er um 45% samdráttur milli ára, en um síðustu jól er talið að um 1.800 Íslendingar hafi dvalið á þessum sólarströndum um hátíðirnar.
Einnig dvelur stór hópur Íslendinga í orlofshúsum sínum á Flórída í Bandaríkjunum, eða um 1.000 manns samkvæmt upplýsingum frá Icelandair.
Þá fór Iceland Express með um 150 manns í aukaflugi til Alicante á Spáni fyrir jólin. Önnur aukaferð verður farin þangað milli jóla og nýárs.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.