Viðbúnaður hjá Orkuveitunni

Margir starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur eru að störfum yfir jólin.
Margir starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur eru að störfum yfir jólin. mbl.is/Árni Sæberg

 Hætt er við að vatns- og rafmagnsnotkun landsmanna nái hæstu hæðum nú síðdegis og fram á kvöld. Sérstök jólavakt er hjá Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem margir starfsmenn eru til taks ef með þarf.

Vakt er á varðstofu Orkuveitunnar allan sólarhringinn alla daga ársins, en um hátíðarnar er fjölgað á vöktunum og fleiri í viðbragðstöðu. Í dag, aðfangadag, og fram á jólanótt verður vakt í kerfisstjórn og sjö viðbragðsteymi úti í hverfum tilbúin að grípa inn í ef eitthvað kemur upp á. Teymin verða á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ, Árbæjarhverfi, Kópavogi og Garðabæ, í Breiðholtshverfi, Grafarvogi, Vesturbæ og á Seltjarnarnesi, ásamt Sunda- og Vogahverfi.

Þá  eru bakvaktir um jólin fyrir  heitt og kalt vatn á athafnasvæði Orkuveitunnar á Suðurlandi og Vesturlandi og bakvaktir fyrir rafmagn á Akranesi. Sími á bilanavakt OR er 516-6200.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert