Viðbúnaður hjá Orkuveitunni

Margir starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur eru að störfum yfir jólin.
Margir starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur eru að störfum yfir jólin. mbl.is/Árni Sæberg

 Hætt er við að vatns- og raf­magns­notk­un lands­manna nái hæstu hæðum nú síðdeg­is og fram á kvöld. Sér­stök jóla­vakt er hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur, þar sem marg­ir starfs­menn eru til taks ef með þarf.

Vakt er á varðstofu Orku­veit­unn­ar all­an sól­ar­hring­inn alla daga árs­ins, en um hátíðarn­ar er fjölgað á vökt­un­um og fleiri í viðbragðstöðu. Í dag, aðfanga­dag, og fram á jólanótt verður vakt í kerf­is­stjórn og sjö viðbragðsteymi úti í hverf­um til­bú­in að grípa inn í ef eitt­hvað kem­ur upp á. Teym­in verða á Kjal­ar­nesi og í Mos­fells­bæ, Árbæj­ar­hverfi, Kópa­vogi og Garðabæ, í Breiðholts­hverfi, Grafar­vogi, Vest­ur­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, ásamt Sunda- og Voga­hverfi.

Þá  eru bakvakt­ir um jól­in fyr­ir  heitt og kalt vatn á at­hafna­svæði Orku­veit­unn­ar á Suður­landi og Vest­ur­landi og bakvakt­ir fyr­ir raf­magn á Akra­nesi. Sími á bil­ana­vakt OR er 516-6200.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert