50 guðsþjónustur í Reykjavík

Hallgrímskirkja í vetrarbúningi.
Hallgrímskirkja í vetrarbúningi. mbl.is/Ómar

Á Aðfangadegi voru haldnar alls 50 guðsþjónustur í 20 kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmi. Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur í Hallgrímskirkju og prófastur í Reykjavík, segir aðsókn hafa verið mjög góða á Aðfangadegi og aðventunni allri.

Ekki hefur verið tekið saman heildarfjöldi þeirra sem sótti sér guðsþjónustu á Aðfangadegi, að sögn Jóns. Helgistundum hefur þó fjölgað á jólunum á síðastliðnum árum, að sögn Jóns. Strax klukkan 16 er boðið upp á fjölskyldustund. „Klukkan 18 er hinn hefðbundni aftansöngur, og á síðustu árum hafa miðnæturmessur notið aukinna vinsælda,“ segir Jón í samtali við mbl.is.

„ Sama hversu mikið er bætt við er alltaf tekið vel á móti, fólk nýtir sér þessa fjölbreytilegu möguleika mjög vel,“ segir Jón.

Jón segir kirkjusókn á aðventunni hafa verið mjög góða. Óvenju mikið af tónleikum hafi verið að þessu sinni, sem hafi lagst mjög vel í kirkjugesti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert