Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur auglýst tillögu að aðalskipulagi Mýrdalshrepps, en tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði aðstaða fyrir ferðamenn við Sólheimajökul og í Reynisfjöru.
Deiliskipulagið nær til eins hektara lóðar úr óskiptu landi Sólheimajarða. Svæðið er í um 300 m fjarlægð
frá Sólheimajökli. Gert er ráð fyrir að byggð verði ferðamannaaðstaða í
1-2 húsum og geta byggingar verið samtals um 120 m². Aðkoma að svæðinu
er um núverandi veg að Sólheimajökli.
Deiliskipulagið
nær ennfremur til um eins hektara lóðar úr óskiptu landi Reynishverfisjarða. Gert er ráð
fyrir að byggð verði ferðamannaaðstaða í 1-2 húsum og geta byggingar
verið samtals um 120 m². Aðkoma að svæðinu er um Reynishverfisveg.
Deiliskipulagstillögurnar eru til sýnis á skrifstofu Mýrdalshrepps og hægt er að nálgast þær á vef sveitarfélagsins www.vik.is. Frestur til þess að gera athugasemdir er til 2. febrúar nk.