Bóluefnin eru örugg

26 milljónir Evrópubúa hafa verið bólusettir gegn svínaflensu.
26 milljónir Evrópubúa hafa verið bólusettir gegn svínaflensu. CHRIS WATTIE

Í fréttatilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu (EMA) kemur fram að nýjustu gögn staðfesti að bóluefnin sem fengið hafa markaðsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu séu örugg og mikill ávinningur sé af notkun þeirra.

Um 26 milljónir Evrópubúa hafa verið bólusettir við inflúensu af stofni A(H1N1) og 13 milljónir hafa fengið veiruvarnarlyfið Tamiflu á sex mánaða tímabili frá maí til október.

Á Íslandi hefur 112 þúsund skömmtum af bóluefninu Pandemrix verið dreift.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert