Lögreglan var kölluð út fjórum sinnum aðfaranótt jóladags vegna ófriðar á heimilum.
Einnig voru fjögur útköll vegna hávaða, og tvisvar var brotist inn. Brotist var inn í atvinnuhúsnæði við Ártún, og náðust þjófarnir í því tilfelli og gistu í fangageymslum. Hins vegar var brotist inn í íbúðarhúsnæði, en heimilismenn urðu varir við þjófana sem komust þó undan, með tölvu undir höndum.