Kviknaði á báti á Ísafirði

Frá Ísafirði. Snjóþungt er á Vestfjörðum yfir hátíðarnar.
Frá Ísafirði. Snjóþungt er á Vestfjörðum yfir hátíðarnar. mbl.is/Brynjar Gauti

Eld­ur kom upp í báti sem lá við Ísa­fjarðar­höfn í morg­un. Tek­ist hef­ur að ráða niður­lög­um elds­ins. Eng­in slys urðu á fólki, en tals­vert tjón varð á brú­ar­húsi báts­ins.

Til­kynnt var um eld­inn fyr­ir há­degi og slökkvilið var kallað út. Hafn­ar­starfs­manni og lög­regl­unni á Ísaf­irði tókst þó að ráða niður­lög­um elds­ins, að sögn lög­regl­unn­ar á Ísaf­irði.

Færð er ekki góð í Ísa­fjarðar­djúpi um þess­ar mund­ir. Veg­ur milli Flat­eyr­ar og Ísa­fjarðar hef­ur nú verið rudd­ur, en snjóflóð féll yfir veg­inn í nótt. Lög­regl­an á svæðinu hef­ur ekki þurft að aðstoða fólk vegna færðar. Óvissu­ástandi Al­manna­varna vegna snjóflóðahættu hef­ur jafn­framt verið af­lýst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert