Veður er að mestu gengið niður á Vestfjörðum, en mjög vont veður var þar í nótt. Rafmagnslaust var í um þrjá tíma í nótt á Ísafirði af þessum sökum. Snjóflóð féll á Hvilftarströnd í Önundarfirði milli Flateyrar og Ísafjarðar. Ekki er vitað um stöðuna á Súðavíkurhlíð, en Vestfirðingar héldu sig heima með veðrið var sem verst.
Ekki er óálgengt að snjóflóð falli á Hvilftarströnd í vondum veðrum. Flóðið féll fjarri byggð.
Mikið hefur snjóað víða á Norðurlandi. Öxnadalsheiði er ófær. Lögregla þurfti að aðstoða fólk í tveimur bílum sem festu bíla sína á heiðinni í gærkvöldi. Fólkinu var komið til byggða en bílarnir voru skildir eftir. Að sögn lögreglu er þung færð á Akureyri.