Steingrímur segist hafa tekið við af búskussa

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Heiðar Kristjánsson

„Því verk­efni sem við, ásamt sam­starfs­flokki okk­ar í rík­is­stjórn, tók­um að okk­ur í fe­brú­ar síðastliðnum má líkja við starf bónda sem tek­ur við býli í órækt og niðurníðslu. Á bæn­um er allt í upp­lausn, því frá­far­andi búskussi taldi sig geta dvalið í kaupstaðnum á meðan býlið sæi um sig sjálf.“ Þetta seg­ir í jóla­kveðju Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­manns Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar, til flokks­manna sinna.

Stein­grím­ur seg­ir að aðrir hafi líkt verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar við rúst­a­björg­un eft­ir land­skjálfta og enn aðrir við björg­un á strandstað. „Hvað sem sam­lík­ing­um líður er starfið aug­ljós­lega ekki auðvelt, tæp­ast öf­undsvert en um leið óend­an­lega mik­il­vægt. Á meðan á því stend­ur er mik­il­vægt að halda ein­beit­ing­unni, missa ekki sjón­ar á tak­mark­inu né trúna á að verkið heppn­ist. Tak­ist það mun­um við og sam­fé­lagið allt upp­skera ríku­lega.“

Stein­grím­ur seg­ir að þó að árið hafi vissu­lega verið erfitt og mik­il bar­átta sé enn framund­an megi ekki missa sjón­ar á hinu held­ur sem hef­ur áunn­ist. Hann nefn­ir þar nýju tekju­skatt­s­kerfi sem dreifi „byrðunum á allt ann­an og rétt­lát­ari hátt en skatt­kerfi frjáls­hyggj­unn­ar gerði. Það þurfti Vinstri­hreyf­ing­una – grænt fram­boð til.

Af mörgu öðru er að taka. Þar má nefna hærri grun­fram­færslu náms­lána, skýra og metnaðarfulla stefnu í lofts­lags­mál­um, kaup á vændi hafa verið bönnuð, lög sem bæta stöðu sprota­fyr­ir­tækja hafa verið samþykkt, varn­ar­mála­stofn­un verður lögð niður á næsta ári, allt lagaum­hverfi fjár­mála­markaðar­ins verður end­ur­bætt, rann­sókn á aðdrag­anda hruns­ins hef­ur verið stór­efld, m.a. með aðkomu Evu Joly.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert