Erill hjá Ísólfi

Fjarðarheiðin reynist ökumönnum gjarnan óþægur ljár í þúfu yfir vetrarmánuðina.
Fjarðarheiðin reynist ökumönnum gjarnan óþægur ljár í þúfu yfir vetrarmánuðina. mbl.is/Jóhanna Gísladóttir

Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði hefur þurft að aðstoða óvenju marga vegfarendur á Fjarðarheiði í desember. Síðasta útkall sveitarinnar var á áttunda tímanum á jóladagsmorgun.

Starfsmenn álversins á Reyðarfirði, búsettir á Seyðisfirði, voru á leið til vinnu á jóladagsmorgun og festu bifreið sína á Fjarðarheiðinni milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Björgunarsveitarmenn á Seyðisfirði komu þeim til aðstoðar. Að sögn Guðjóns Sigurðssonar, sem er formaður Ísólfs, hafa liðsmenn björgunarsveitarinnar þurft að fara upp á heiði tíu sinnum í desember til að aðstoða vegfarendur í vanda. „Ég held að við munum fara oft uppeftir á næstu dögum og vikum,“ segir Guðjón í samtali við mbl.is. Allir komust þó leiðar sinnar yfir Fjarðarheiðina á aðfangadegi sem leið.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er snjóþekja og skafrenningur á Fjarðarheiðinni í dag, en vegurinn verður mokaður í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert