Vefur RKÍ vegna flóða

Íbúar í Phang Nga héraði á Tælandi setja pappírsbáta á …
Íbúar í Phang Nga héraði á Tælandi setja pappírsbáta á flot. Reuters

Rauði kross Íslands hef­ur sett upp sér­staka vefsíðu í til­efni af því að fimm ár eru liðin frá því að flóðbylgj­an skall yfir í Asíu.  Þar er gerð grein fyr­ir í hvaða verk­efni fram­lög Íslend­inga fóru og rætt við nokkra af sendi­full­trú­un­um sem störfuðu á svæðinu.

Þann 26. des­em­ber árið 2004, ann­an dag jóla, varð heims­byggðin vitni að ein­um mestu ham­förum sög­unn­ar þegar flóðbylgja skall á fjöl­mörg­um lönd­um í Asíu og aust­ur­strönd Afr­íku.  Mörg hundruð þúsund manns fór­ust, og millj­ón­ir manna í þess­um lönd­um þurftu á taf­ar­lausri neyðaraðstoð að halda.

Gíf­ur­leg samstaða Íslend­inga eft­ir ham­far­irn­ar í Asíu þann 26. des­em­ber 2004 kom strax í ljós - meðal ann­ars fram í fram­lög­um al­menn­ings, stjórn­valda og fyr­ir­tækja til hjálp­ar­starfs Rauða kross­ins.  Hjálp­ar­starfið hófst hófst taf­ar­laust hjá sjálf­boðaliðum Rauða kross­ins á ham­fara­svæðunum, og alþjóðleg neyðaraðstoð var skipu­lögð inn­an nokk­urra klukku­stunda frá því flóðbylgj­an reið yfir.  Það fé sem Rauða krossi Íslands var trúað fyr­ir af ís­lensk­um al­menn­ingi nam sam­tals rúm­lega 170 millj­ón­um króna. Til viðbót­ar má telja vör­ur og þjón­ustu sem met­in er á alls um níu millj­ón­ir króna.

Féð safnaðist að hluta á fyrstu dög­un­um eft­ir ham­far­irn­ar og að hluta í sam­eig­in­legri fjár­söfn­un helstu fé­laga­sam­taka sem komu að hjálp­ar­starfi á flóðasvæðum, Neyðar­hjálp úr norðri. Frá upp­hafi lagði Rauði kross Íslands mikla áherslu á að ráðstafa fénu í nánu sam­ráði við Alþjóða Rauða kross­inn og heima­menn sjálfa, einkum í þeim tveim­ur lönd­um sem urðu verst úti, Sri Lanka og Indó­nes­íu.

Skipta má aðstoð Rauða kross Íslands í fjóra þætti: Neyðaraðstoð fyrstu vik­ur og mánuði, út­veg­un sendi­full­trúa á ham­fara­svæðið (alls 18 sendi­full­trú­ar), stuðning við eft­ir­lif­end­ur og að lok­um lang­tíma upp­bygg­ingu sem enn er ekki að fullu lokið.

Rauði kross Íslands hef­ur sett upp sér­staka vefsíðu í til­efni af því að fimm ár eru liðin frá því að flóðbylgj­an skall yfir.  Þar er gerð grein fyr­ir í hvaða verk­efni fram­lög al­menn­ings, stjórn­valda og fyr­ir­tækja fóru, og rætt við nokkra af sendi­full­trú­un­um sem störfuðu í Aceh í Indó­nes­íu og á Sri Lanka. Upp­lýs­ing­arn­ar er að finna á vef­slóðinni raudikross­inn.is/​tsunami

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert