Mikið hefur snjóað á Akureyri um jólin og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er útlit fyrir áframhaldandi snjókomu næstu daga. Afar þungfært er innanbæjar og ekki fært fólksbílum. Lítið hefur verið um slys en allmargir setið fastir víðs vegar um bæinn.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er allt að áttatíu sentímetra jafnfallinn snjór. Engin alvarleg slys hafa þó orðið vegna fannfergisins, nokkuð þó um minniháttar árekstra.
Opið var á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli í dag og kjörið skíðafæri. Akureyringar nýttu sér það og var nokkur fjöldi á skíðum.
Sjá má fleiri myndir af snjónum á Akureyri á vefsvæði Þorgeirs Baldurssonar ljósmyndara.