Ítarlegt álit bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya um Icesave fyrir fjárlaganefnd Alþingis var birt rétt fyrir jól þrátt fyrir að lögmennirnir vöruðu eindregið við því. Þeir höfðu lagt áherslu á það í álitum sínum og minnisblöðum að þar séu trúnaðarmál sem gætu gagnast Bretum og Hollendingum í hugsanlegum málaferlum vegna Icesave. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.
Í fréttinni segir að lögmennirnir hefðu ítrekað bent á þetta, meðal annars í tölvubréfum til Alþingis dagana fyrir jól. Fjárlaganefnd ákvað hins vegar, að kröfu stjórnarandstöðunnar, að birta álitið þremur dögum fyrir jól.