Björgunarsveitir bjartsýnar á flugeldasöluna

Flugeldamarkaði björgunarsveitanna opna á morgun
Flugeldamarkaði björgunarsveitanna opna á morgun mbl.is

Flugeldasala Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefst á morgun um allt land og segjast björgunarsveitarmenn bjartsýnir á að þessi helsta fjáröflunarleið þeirra fari vel af stað að vanda. „Þegar við seldum neyðarkallinn í nóvember fundum við mjög fyrir því að þjóðin stendur með okkur og við erum mjög bjartsýn á að það sýni sig í flugeldasölunni líka," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar.

„Íslendingar héldu sín jól og við gerum ráð fyrir því að þeir haldi sín áramót líka og flugeldarnir eru órjúfanlegur hluti af því."  Minna var pantað til landsins af flugeldum í fyrra miðað við árið 2007 enda bjuggust menn þá við nokkrum samdrætti í sölu en nú er búist við því að salan verði með svipuðum hætti og um síðustu áramót.

„En við erum búin að efla vöruúrvalið, auka millistórar vörur sem við teljum að eftirspurnin verði mest eftir erum með nýjar útgáfur af rakettum."

Björgunarsveitirnar eru langstærstu seljendur flugelda hér á landi og er mikilvægasta tekjuöflunarleið þeirra. Í sumum tilfellum stendur flugeldasalan undir nær öllum rekstri einstakra björgunarsveita. Flugeldamarkaðirnir eru um allt land og opna upp úr hádegi á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert