Einn maður gisti í fangageymslu lögreglunnar á Blönduósi í nótt vegna drykkjuláta á öðrum í jólum. Að sögn lögreglu lét hann eins og vitlaus maður eftir drykkju og var því tekinn höndum og látinn sofa úr sér.
Þung ófærð er á Blönduósi eins og víðar á norðurlandi eftir mikla ofankomu yfir hátíðarnar en umferðin hefur þó gengið að mestu slysalaust fyrir sig. Á Þorláksmessa var kona staðin að því að keyra bíl þrátt fyrir að hafa áður verið svipt ökuréttindum. Á aðfangadagskvöld varð einn útafakstur og minniháttar umferðaróhapp á annan í jólum, en í báðum tilfellum sluppu bílstjórar ómeiddir.