Eldisþorskur fimmtungur alls hráefnis í vinnslu

Eldisþorskur
Eldisþorskur mbl.is/Helgi Bjarnason

Allt stefn­ir í að unnið verði úr rúm­lega 5.100 tonn­um af hrá­efni í land­vinnslu Hraðfrysti­húss­ins-Gunn­var­ar hf. í Hnífs­dal og á Ísaf­irði á þessu ári.  Í frétta­til­kynn­ingu rá LÍÚ seg­ir að það veki at­hygli að fimmt­ung­ur hrá­efn­is­ins kem­ur úr þor­skeldi, sem fyr­ir­tækið hef­ur stundað und­an­far­in ár. Þetta hlut­fall hef­ur að sögn Ein­ars Vals Kristjáns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, aldrei verið hærra.

„Þetta er að sjálf­sögðu ánægju­leg­ur áfangi því eld­isþorsk­ur­inn hef­ur staðið und­ir fimmta hverj­um vinnu­degi hjá okk­ur. Þá er það ekki síður ánægju­legt frá okk­ar bæj­ar­dyr­um séð, að ekki hef­ur fallið niður dag­ur í land­vinnsl­unni á ár­inu sem er að líða," seg­ir Ein­ar Val­ur. Hann seg­ir að fara þurfi a.m.k. ára­tug aft­ur í tím­ann til að finna dæmi um meira magn hrá­efn­is til vinnsl­unn­ar en á þessu ári.

Í til­kynn­ingu LÍÚ seg­ir hins­veg­ar að góður ár­ang­ur í þor­skeld­inu nægi þó eng­an veg­inn til þess að vega upp boðaðan niður­skurð í veiðiheim­ild­um á bol­fiski á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári. Ein­ar Val­ur seg­ir að sam­kvæmt út­gefn­um kvóta muni veiðiheim­ild­ir fyr­ir­tæk­is­ins verða um 1400 tonn­um minni á þessu fisk­veiðiári en á því síðasta.

„Ofan á þá óvissu sem þess­ari skerðingu fylg­ir bæt­ist nú óviss­an í sjáv­ar­byggðum lands­ins vegna áforma rík­is­stjórn­ar­inn­ar um svo­kallaða fyrn­ing­ar­leið í sjáv­ar­út­vegi. Sam­kvæmt þeim hug­mynd­um á að fyrna afla­heim­ild­ir um 5% á ári og áætlað er að hefja þær aðgerðir þann 1. sept­em­ber næst­kom­andi," seg­ir Ein­ar Val­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert