Í dag eru tæplega 500 farþegar bókaðir í flug frá Reykjavík hjá Flugfélagi Íslands. Frá Akureyri eru bókaðir um 250 farþegar og frá Egilsstöðum um 170 farþegar. Flug er á áætlun einsog er og ekki útlit fyrir annað hvað varðar Ísafjörð, Akureyri og Vestmannaeyjar en seinkun varð á vél frá Egilsstöðum til Reykjavíkur í morgun vegna veðurs fyrir austan. Hádegisvélin austur fór svo á réttum tíma, samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands.
Hálkublettir eru sumstaðar á Suðurlandi, einkum á útvegum. Hálkublettir eru einnig nokkuð víða á Vesturlandi.
Á Vestfjörðum eru víða hálkublettir eða hálka. Skafrenningur er bæði á Klettshálsi og á Þröskuldum.
Hálkublettir eru í Húnavatnssýslum en þegar kemur austar á Norðurlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja og sumstaðar
él. Búið er að opna veginn um Hólasand.
Talsverð ofankoma er á Austurlandi og er beðið með mokstur á Breiðdalsheiði en á öðrum leiðum er víðast snjóþekja, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.