Ný stjórn Íslandsbanka skipuð

Búið er að skipa nýja stjórn Íslands­banka og hef­ur Jón Sig­urðsson verið skipaður stjórn­ar­formaður bank­ans. Þetta kom fram í há­deg­is­frétt­um Rík­is­út­varps­ins og var haft eft­ir heim­ild­um frétta­stofu. Greint var frá því að beðið sé eft­ir samþykki Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á stjórn­inni.

Sam­kvæmt frétt RÚV sitja í stjórn bank­ans tveir Banda­ríkja­menn, Norðmaður og Breti auk þriggja Íslend­inga. Einnig að mik­ill áhugi sé meðal kröfu­hafa á sam­ein­ingu Ari­on banka og Íslands­banka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert