Íslendingur sem búsettur er í Bretlandi hefur orðið fyrir ofsóknum vegna Icesave málsins. Þetta kom fram í fréttum Bylgjunnar og Vísis.is. Tómas Marteinsson starfar sem fasteignasali í nágrenni London og býr þar ásamt fjölskyldu sinni. Þegar þau hjónin fóru út á aðfangadag til að kaupa jólamatinn var búið að vinna skemmdarverk á bæði húsi þeirra og bíl.
Fram kemur á Vísi.is að krossar hafi verið spreyjaðir á útidyrahurðina og á aðra hlið á bíl þeirra. Á bílinn var einnig spreyjað með stórum stöðum „Pay people back“ eða „borgið fólki til baka“. Vísir.is hefur eftir Tómasi að hann sé afar reiður yfir því að verið sé að tengja hann við Icesavemálið, sem hann telur víst að sé hvatinn að skemmdarverkunum, en hann veit ekki hverjir voru að verki. Hann segist alltaf hafa verið afar hreykinn af því að vera Íslendingur og það hafi hingað til verið honum til framdráttar, en í dag segist hann vera frá Skandinavíu en ekki Íslandi þegar hann er spurður um uppruna sinn.