117 milljóna skuld - 296 þúsunda tekjur

Hæstirétt­ur hafnaði ný­lega kröfu manns um heim­ild til að leita nauðsamn­ings til greiðsluaðlög­un­ar. Fram kem­ur í dómi Hæsta­rétt­ar, að heild­ar­skuld­ir manns­ins séu 117 millj­ón­ir króna en mánaðar­tekj­ur hans tæp­lega 296 þúsund krón­ur eða 3,55 millj­ón­ir króna á ári.

Fram kem­ur í dóm­um Hæsta­rétt­ar að af 117 millj­óna króna skuld­um manns­ins séu 19 millj­ón­ir í van­skil­um. Maður­inn, sem er 75% ör­yrki eft­ir bíl­slys, keypti íbúð fyr­ir 39 millj­ón­ir króna árið 2006 og tók þá gjald­eyr­is­lán en íbúðin er nú met­in á 34 millj­ón­ir. Þá keypti maður­inn bíl fyr­ir 4,1 millj­ón árið 2006, einnig með gjald­eyr­is­láni. Lán­in hækkuðu veru­lega þegar gengi krón­unn­ar hrundi á síðasta ári.

Maður­inn óskaði ann­ars veg­ar eft­ir að fá að gera nauðasamn­ing til greiðsluaðlög­un­ar og hins veg­ar að fá heim­ild til tíma­bund­inn­ar greiðsluaðlög­un­ar fast­eign­ar­veðkrafna. Í dóm­um Hæsta­rétt­ar kem­ur fram, að mánaðarleg út­gjöld manns­ins til fram­færslu séu um 158 þúsund krón­ur, hann greiði 110 þúsund krón­ur vegna hús­næðis. Til­laga manns­ins að nauðasamn­ing­um var að hann greiddi greitt 36 þúsund krón­ur á mánuði upp í skuld­ir sín­ar næstu þrjú árin en að þeim tíma liðnum yrðu all­ar samn­ings­kröf­ur felld­ar niður.

Kaupþing banki hafnaði ósk manns­ins um greiðsluaðlög­un og þá niður­stöðu staðfestu Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur og Hæstirétt­ur. Seg­ir í dómi héraðsdóms að maður­inn hafi hagað fjár­mál­um sín­um á veru­lega ámæl­is­verðan hátt og tekið fjár­hags­lega áhættu sem var í engu sam­ræmi við greiðslu­getu hans þegar hann stofnaði til fjár­skuld­bind­ing­anna. Hæstirétt­ur seg­ir, að ástæða sé til að draga veru­lega í efa að maður­inn myndi efna nauðasamn­ing vegna fjár­hags­stöðu hans.

Í dóm­um héraðsdóms kem­ur fram, að maður­inn fékk m.a. lán hjá Kaupþingi, Avant, Lýs­ingu og Íslands­banka. Þá eru til­greind þrjú skulda­bréf til Spari­sjóðs Mýra­sýslu, eitt til Íslands­banka og eitt til Máls­efn­is ehf. auk þess sem fjár­nám hvíl­ir á fast­eign manns­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert