9 áramótabrennur í Reykjavík

Frá áramótabrennu.
Frá áramótabrennu. mbl.is/Kristinn

Níu áramótabrennur verða í Reykjavík nú um áramótin líkt og verið hefur undanfarin ár. Kveikt verður í þeim klukkan 20:30 á gamlárskvöld. Byrjað verður að taka á móti efni í bálkestina í fyrramálið.

Fram kemur á vef framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, að best sé að fá hreint timbur og bretti á brennurnar en plast, gúmmí og unnið timbur eigi þangað ekki ekki erindi. Starfsmenn hverfastöðvanna verða á vettvangi og leiðbeina þeim sem koma með efni.

Brennurnar eru misstórar og ræðst stærð þeirra af aðstæðum á hverjum stað, en eldvarnareftirlitið ákvarðar um það. Brennurnar verða á sömu stöðum og í fyrra og rétt eins og þá eru stóru brennurnar fjórar og þær minni fimm talsins. 

Brennurnar verða á eftirfarandi stöðum:

  1. Við Ægisíðu, borgarbrenna,  stór brenna 
  2. Skerjafjörður gegnt Skildinganesi 48 – 52,  lítil brenna 
  3. Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, borgarbrenna,  lítil brenna
  4. Vestan Laugarásvegar móts við Valbjarnarvöll,  lítil brenna
  5. Geirsnef, borgarbrenna, borgarbrenna,  stór brenna
  6. Við Suðurfell, borgarbrenna,  lítil brenna
  7. Fylkisbrennan, við Rauðavatn,  stór brenna
  8. Gufunes við gömlu öskuhaugana, borgarbrenna,  stór brenna  
  9. Kléberg á Kjalarnesi, borgarbrenna,  lítil brenna.

Óheimilt er að vera með skotelda við brennurnar. Þeir sem mæta með slíkt verða að vera fjarri brennunni og öðrum gestum. Stjörnuljós eru velkomin við brennurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert