Bláskel ræktuð fyrir milljarða

Kræklingur er lostæti.
Kræklingur er lostæti. Sverrir Vilhelmsson

Rækt­un á bláskel get­ur skilað 1.500 tonna fram­leiðslu á næstu árum og 6.000 tonn­um eft­ir sex ár. Til að það megi verða þurfa rækt­un­ar­menn að spýta í lóf­ana.

Bláskel­in er eft­ir­sótt á Evr­ópu­markaði og þessi fram­leiðsla gæti skilað tveim­ur millj­örðum í út­flutn­ings­tekj­ur á ári og skapað 175 störf við rækt­un og full­vinnslu.

Sautján fyr­ir­tæki stunda bláskelja­rækt hér við land. Flest eru að stíga fyrstu skref­in, önn­ur eru til­bú­in til að fara út í al­vöru fram­leiðslu og eitt fyr­ir­tæki hef­ur lokið fullri fjár­mögn­um og hafið út­flutn­ing.

Fyr­ir­tæk­in sautján sem mynda hags­muna­sam­tök­in Skel­rækt eru með lirfu­söfn­un og rækt­un um allt land, þó ekki við suður­strönd­ina. Þau minnstu er með eina línu við lirfu­söfn­un en það stærsta með 3.500 rækt­un­ar­sokka fulla af skel í áfram­rækt­un.

Skel­rækt­ar­menn eru sam­tals með 175 lín­ur í sjó og hver lína er 200 metra löng. Tveir kíló­metr­ar af þræði til að safna lirfu eða rækt­un­ar­sokk­um er á hverri línu, sam­tals 350 kíló­metr­ar. Þessi aðstaða get­ur gefið af sér um 600 tonna fram­leiðslu á ári, að sögn Jóns Páls Bald­vins­son­ar, rit­ara Skel­rækt­ar.

Sjá ít­ar­legra um­fjöll­un um bláskelja­rækt í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert