Bláskel ræktuð fyrir milljarða

Kræklingur er lostæti.
Kræklingur er lostæti. Sverrir Vilhelmsson

Ræktun á bláskel getur skilað 1.500 tonna framleiðslu á næstu árum og 6.000 tonnum eftir sex ár. Til að það megi verða þurfa ræktunarmenn að spýta í lófana.

Bláskelin er eftirsótt á Evrópumarkaði og þessi framleiðsla gæti skilað tveimur milljörðum í útflutningstekjur á ári og skapað 175 störf við ræktun og fullvinnslu.

Sautján fyrirtæki stunda bláskeljarækt hér við land. Flest eru að stíga fyrstu skrefin, önnur eru tilbúin til að fara út í alvöru framleiðslu og eitt fyrirtæki hefur lokið fullri fjármögnum og hafið útflutning.

Fyrirtækin sautján sem mynda hagsmunasamtökin Skelrækt eru með lirfusöfnun og ræktun um allt land, þó ekki við suðurströndina. Þau minnstu er með eina línu við lirfusöfnun en það stærsta með 3.500 ræktunarsokka fulla af skel í áframræktun.

Skelræktarmenn eru samtals með 175 línur í sjó og hver lína er 200 metra löng. Tveir kílómetrar af þræði til að safna lirfu eða ræktunarsokkum er á hverri línu, samtals 350 kílómetrar. Þessi aðstaða getur gefið af sér um 600 tonna framleiðslu á ári, að sögn Jóns Páls Baldvinssonar, ritara Skelræktar.

Sjá ítarlegra umfjöllun um bláskeljarækt í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert