Allsherjarnefnd samþykkti einróma á fundi sínum í morgun breytingartillögu þess efnis að níu manna þingmannanefnd, sem verður kosin á Alþingi á morgun eða miðvikudag, fái sömu stöðu og rannsóknarnefnd Alþingis, skv. 39 gr. stjórnarskrárinnar.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar, bendir á að fyrningarfrestur vegna hugsanlegra brota ráðherra í tengslum við bankahrunið muni ná þrjú ár aftur í tímann, eða til desember 2006.
„Mér finnst skipta málið að þingið sendi skýr skilaboð um það ætlar að taka þetta mál föstum tökum. Það stendur ekki til að gera eitthvað sem getur fyrnt mál,“ segir hún.
Steinunn segir mikilvægt að þeir sem verði valdir í nefndina tengist ekki á nokkurn hátt aðdraganda hrunsins. „Það sé hafið yfir vafa það séu einhver hagsmunatengsl, hafi menn setið í bankaráðum eða annað slíkt,“ segir hún.
Níu manna þingnefndin verður væntanlega skipuð á morgun eða miðvikudag, þá mun fyrningartíminn stöðvast. Brot fyrir þann tíma eru hins vegar fyrnd. Skv. frumvarpinu á hún að á að skila af sér skýrslu eigi síðar en í september nk.