Kostnaður vegna Icesave hærri ef samkomulag verður fellt

Árni Páll Árnason í ræðustóli Alþingis.
Árni Páll Árnason í ræðustóli Alþingis.

Árni Páll Árna­son, fé­lags­málaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að danska  fjár­málaráðuneytið hefði sent fjár­mála­nefnd danska þings­ins bréf 23. nóv­em­ber þar sem fram kem­ur að lán­veit­ing Norður­land­anna til Íslands sé háð því að Íslend­ing­ar gangi frá samn­ing­um um lausn Ices­a­ve-máls­ins. 

„Með öðrum orðum: Sú lána­fyr­ir­greiðsla sem við höf­um þegar fengið er feng­in í trausti þess að frá samn­ing­um um Ices­a­ve verði gengið og ef að þeir samn­ing­ar verða felld­ir nú er lána­fyr­ir­greiðsla okk­ar, þegar veitt, öll í upp­námi, við öll Norður­lönd­in og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn og frek­ari lána­fyr­ir­greiðsla er ekki í boði," sagði Árni Páll í umræðu um Ices­a­ve-frum­varpið.

Hann sagði einnig, að láns­hæf­is­mat ís­lenska rík­is­ins yrði í mik­illi óvissu ef ekki yrði gengið frá mál­inu nú. Því væri ljóst, að kostnaður Íslend­inga af Ices­a­ve-mál­inu verði mun meiri ef þeir samn­ing­ar, sem nú liggja fyr­ir, verða ekki samþykkt­ir.

„Hér hef­ur verið nokkuð rætt um af­leiðing­ar aðgerðal­eys­is í þessu máli. Því hef­ur verið haldið fram að er­lend­ar þjóðir muni þá bara sækja það fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um eins og mál­inu geti lokið með þeim hætti.  Það er mikið hættu­spil að stilla mál­um upp með svo ein­feldn­ings­leg­um hætti því auðvitað er um að ræða milli­ríkja­deilu, sem aldrei verður leyst ein­hliða af öðrum aðilan­um," sagði Árni Páll.

Hann sagði að þess vegna hefði verið ákveðið  að leita samn­inga í Ices­a­ve-mál­inu í upp­hafi og þess vegna hafi verið kom­ist að þeirri niður­stöðu í tíð nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar, að lengra yrði ekki haldið.

Árni Páll sagði ljóst, að með því að samþykkja svo­nefnd Brus­selviðmið hefðu Íslend­ing­ar viður­kennt þá þjóðrétt­ar­legu skuld­bind­ingu að hér ætti að gilda inni­stæðutrygg­inga­kerfi með sama hætti og ann­arstaðar í Evr­ópu. Ljóst sé af reynslu, að ef Íslend­ing­ar kjósa að ganga ekki frá samn­ing­um við ná­granna­ríki muni alþjóðleg­ur þrýst­ing­ur aukast mjög.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert