Lokaumræða um Icesave

Þingmenn munu ræða um Icesave-næstu daga.
Þingmenn munu ræða um Icesave-næstu daga. mbl.is/Heiðar

Þriðja og síðasta umræða um Ices­a­ve-frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar hófst á Alþingi  í dag. Reiknað er með því að umræðunni ljúki með at­kvæðagreiðslu 30. des­em­ber.

Þing­fund­ur­inn í dag átti að hefjast klukk­an 13:30 en klukk­an var orðin 13:35 þegar Þuríður Backm­an, vara­for­seti Alþing­is, setti fund­inn og bauð þing­menn vel­komna eft­ir jóla­hlé. Þuríður sagði, að þing­hald milli jóla og ný­árs væri óvenju­legt en til þess væri stofnað til að leiða til lykta mikið deilu­mál.

Áður en hin eig­in­lega umræða um frum­varpið hófst ræddu þing­menn um fund­ar­stjórn for­seta í ljósi þess að Þuríður sagði, að hún liti svo á að sam­komu­lag væri um til­hög­un umræðunn­ar og þing­hald næstu daga og vænt­an­lega yrði þing­fund­ur fram á kvöld.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, vildi vita hvaða sam­komu­lag væri um að ræða. Þuríður sagði, að um væri að ræða sam­komu­lag sem gert hefði verið með for­mönn­um þing­flokka fyr­ir jól.

Ill­ugi Gunn­ars­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði að ekki hefði verið gert sam­komu­lag um tíma­setn­ing­ar þing­funda og eðli­legt væri að greiða at­kvæði um hvort kvöld­fund­ur ætti að vera í kvöld. 

Eft­ir nokk­ur orðaskipti lagði Þuríður form­lega til að þing­hald í dag gæti staðið fram á kvöld og var sú til­laga samþykkt með 30 at­kvæðum gegn 24. Pét­ur Blön­dal, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, greiddi at­kvæði á móti og visaði til þess að for­seti Alþing­is hefði lagt áherslu á að Alþingi væri fjöl­skyldu­vænn vinnustaður. Nú væri verið að leggja til að Alþingi ynni enn einu sinni langt fram á nótt þannig að þeir þing­menn, sem eiga litil börn, geti ekki sinnt þeim. „Ég hlýt að mót­mæla þessu fyr­ir hönd barn­anna," sagði Pét­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert