Nóg að gera við snjómokstur

00:00
00:00

Á fjórða tug snjómokst­urs­tækja hef­ur verið notaður í dag til að hreinsa snjó af göt­um og gang­stétt­um á Ak­ur­eyri.  Snjó hef­ur kyngt niður á Ak­ur­eyri síðustu daga og var þar orðin hátt í 80 sentí­metra jafn­fall­inn snjór í dag. Skíðamenn og snjósleðamenn notuðu tæki­færið og sprettu úr spori.

Í dag var lít­il úr­koma, allt á kafi í snjó og 13 stiga frost. Spáð er kóln­andi veðri og snjó­komu í kvöld.

Þó að mikið hafi snjóað á Ak­ur­eyri vant­ar þó enn tals­vert á að þar verði sett met. Mesta snjó­dýpt sem mæld hef­ur verið á Íslandi var við Skeiðsfoss­virkj­un, en þar mæld­ist 297 cm snjó­dýpt 19. mars árið 1995. 

Snjósleðamenn sprettu úr spori í dag á Akureyri.
Snjósleðamenn sprettu úr spori í dag á Ak­ur­eyri. mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert