Nóg að gera við snjómokstur

Á fjórða tug snjómoksturstækja hefur verið notaður í dag til að hreinsa snjó af götum og gangstéttum á Akureyri.  Snjó hefur kyngt niður á Akureyri síðustu daga og var þar orðin hátt í 80 sentímetra jafnfallinn snjór í dag. Skíðamenn og snjósleðamenn notuðu tækifærið og sprettu úr spori.

Í dag var lítil úrkoma, allt á kafi í snjó og 13 stiga frost. Spáð er kólnandi veðri og snjókomu í kvöld.

Þó að mikið hafi snjóað á Akureyri vantar þó enn talsvert á að þar verði sett met. Mesta snjódýpt sem mæld hefur verið á Íslandi var við Skeiðsfossvirkjun, en þar mældist 297 cm snjódýpt 19. mars árið 1995. 

Snjósleðamenn sprettu úr spori í dag á Akureyri.
Snjósleðamenn sprettu úr spori í dag á Akureyri. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert