Presturinn komst ekki í messu vegna ófærðar

Séra Sigríður Óladóttir í Hólmavík.
Séra Sigríður Óladóttir í Hólmavík.

Séra Sigríður Óladóttir prestur á Hólmavík sem þjónar í einu víðfeðmasta prestakalli landsins messaði í fjórum kirkjum um hátíðarnar.

Sungnar voru messur á Hólmavík, Drangsnesi, Kollafjarðarnesi og Óspakseyri. Ófært er hins vegar norður í Árneshrepp þar sem til stóð að messa um hátíðarnar.

„Nei, ég fer ekki til messu á vélsleða. Það er ekki nóg að presturinn komist, það þarf líka að vera fært innansveitar,“ segir sr. Sigríður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert