Jón Daníelsson prófessor í hagfræði við London School of Economics segir Ísland stefna í að verða skuldugasta þjóð á byggðu bóli. Þá segir hann að ekki hafi verið gengið eins hart fram í niðurskurði hins opinbera og nauðsynlegt hefði verið.
Jón segir að íslenska efnahagslífið sé að ná botninum en það muni taka mjög langan tíma að byggja það upp aftur.