Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram breytingartillögu við Icesave-frumvarpið, sem gerir ráð fyrir því að bera skuli heimild fjármálaráðherra til að veita ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna undir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Samkvæmt tillögu Péturs á þjóðaratkvæðagreiðslan að fara fram eins fljótt og unnt er og ekki síðar en sex vikum frá því lögin taka gildi. Verður ríkisábyrgðin veitt meirihluti gildra atkvæða fylgjandi því.
Þriðja og síðasta umræða um Icesave-frumvarpið hófst á Alþingi í dag en hlé var gert á henni á ellefta tímanum í kvöld. Þá var 21 á mælendaskrá. Miðað er við að umræðunni ljúki að mestu á morgun en atkvæði verði greidd um frumvarpið á miðvikudag. Á undan atkvæðagreiðslunni flytji fulltrúar allra þingflokka stutta ræðu.