Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu

Pétur H. Blöndal hefur lagt fram tillögum um að Icesave-ábyrgð …
Pétur H. Blöndal hefur lagt fram tillögum um að Icesave-ábyrgð verði borin undir þjóðaratkvæði.

Pét­ur H. Blön­dal, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við Ices­a­ve-frum­varpið, sem ger­ir ráð fyr­ir því að bera skuli heim­ild fjár­málaráðherra til að veita rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-skuld­bind­ing­anna und­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Sam­kvæmt til­lögu Pét­urs á þjóðar­at­kvæðagreiðslan að fara fram eins fljótt og unnt er og ekki síðar en sex vik­um frá því lög­in taka gildi. Verður rík­is­ábyrgðin veitt meiri­hluti gildra at­kvæða fylgj­andi því.

Þriðja og síðasta umræða um Ices­a­ve-frum­varpið hófst á Alþingi í dag en hlé var gert á henni á ell­efta tím­an­um í kvöld. Þá var 21 á mæl­enda­skrá. Miðað er við að umræðunni ljúki að mestu á morg­un en at­kvæði verði greidd um frum­varpið á miðviku­dag. Á und­an at­kvæðagreiðslunni flytji full­trú­ar allra þing­flokka stutta ræðu.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert